Næsta stóriðja á Suðurnesjum
 Stjórn Verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis skorar á Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, að beita sér fyrir því að næsta stóriðja á Íslandi verði staðsett á Suðurnesjum.
Stjórn Verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis skorar á Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, að beita sér fyrir því að næsta stóriðja á Íslandi verði staðsett á Suðurnesjum.
Í ályktun sem félagið sendi frá sér eftir nýafstaðinn fund er minnt á að stóriðja á Keilisnesi  hafi verið talin besti kostur næstu stóriðju á Íslandi og svo sé enn.
Þar hafi farið fram rannsóknir og fjölmargar athuganir á kostum þess að staðsetja hverskonar stórframkvæmdir sem allar mæla með staðsetningu á Suðurnesjum.
Mynd: Álver Alcan í Straumsvík


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				