Næsta ganga 9. júlí
Rétt er að vekja athygli á því að næstu miðvikudagsgöngur undir stjórn Rannveigar Garðarsdóttur verða farnar hálfsmánaðarlega en ekki vikulega eins og verið hefur.
Næsta ganga verður farin 9. júlí en þá verður gengið um Kirkjuhöfn og Sandhöfn.
Annars er göngudagskráin sem hér segir:
9. júlí. Kirkjuhöfn – Sandhöfn
Gengið verður um sögusvið skáldsagna eftir Jón Thorarensen sem heita Útnesjamenn og Marína. Skoðaðar verða tóftir íbúðarhúsa og kirkju sem fór í eyði vegna sandfoks. Prestar frá Keflavíkurkirkju verða með söguleg innlegg í göngunni.
Gangan tekur 2-3 klst.
23. júlí. Skálafell-Háleyjabunga
Gengið verður frá Hveravöllum þar sem Gunnuhver gýs, þaðan yfir Skálafell að Háleyjabungu sem er 25m djúp og fallega mynduð dyngja. Jarðfræðingar frá Hitaveitu Suðurnesja/Geysir Green Energy verða með innlegg um jarðfræði.
Gangan tekur 3-4 klst.
6. ágúst. Þorbjörn
Þorbjörn er stakt móbergsfell sem stendur norðan Grindavíkur. Fjallið er 243 m.y.s Ofan af fjallinu er gott útsýni yfir mikinn hluta Reykjaness fjallgarðsins.
Gangan tekur 2 - 3 klst.
13. ágúst. Garðskagi – Sandgerði
Létt fjöruganga. Sagt verður frá viðburðarríkum atburðum sem tengjast sögu Íslendinga og gerðust á þessum slóðum, einnig verður sagt frá landnámsmönnum sem búsettir voru á þessu svæði.
Gangan tekur 2 - 3 klst.
Hitaveita Suðurnesja og Geysir Green Energy hafa staðið fyrir þessum gönguhóp sem hefur verið starfandi síðan um mánaðarmótin apríl - maí. Farnar hafa verið níu gönguferðir.
Nánari upplýsingar gefur Rannveig L. Garðarsdóttir leiðsögumaður sími 893 8900