Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Næst stærsta skip sem komið hefur til Grindavíkur
Þriðjudagur 17. febrúar 2009 kl. 13:47

Næst stærsta skip sem komið hefur til Grindavíkur

Næst stærsta skip sem nokkru sinni hefur siglt inn í Grindavíkurhöfn kom þangað í gær. Það heitir Wilson Skaw og er 113 metra langt, 15 metra breitt og með 7 metra djúpristu full hlaðið. Skipið kom með 3800 tonna saltfarm fyrir Saltkaup en birgðarstöðvar þess á Suðurnesjum eru í Hópsnesi. Frá þessu er greint á vef Grindavíkurbæjar, www.grindavik.is

Saltskipið kom frá Bahamas og fer þangað beint aftur að ná í meira salt fyrir Íslendinga. Um tvo sólarhringa tekur að landa úr skipinu sem kemur hingað á vegum Nesskipa. Skipið hefur ekki komið hingað áður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Stærsta skip sem komið hefur í Grindavíkurhöfn var 4700 tonn, 115 metra langt og 19 metrar á breidd.

Wilson Skaw er af sömu Wilson-fjölskyldu og Wilson Muuga sem strandaði við Hvalsnes skömmu fyrir jólin fyrir tveimur árum síðan.


Mynd af vef Grindavíkurbæjar.