Nærsamfélagið nýtur góðs af jólalýsingu í Útskálakirkjugarði
Sigurður Ingvarsson í Garðinum hefur um áratugaskeið séð um að tengja jólaljósin í Útskálakirkjugarði. Fyrir þjónustuna greiðir fólk svokallað leiðisgjald. Ávallt hefur gjaldið farið til góðra málefna í nærsamfélaginu á Suðurnesjum. Styrkir eru veittir úr sjóðnum ár hvert til minningar um Sigga, son Sigurðar Ingvarssonar og Kristínar Guðmundsdóttur, sem lést ungur.
Nú hefur SI fjölskyldan fært nokkrum einstaklingum og fjölskyldum í nærsamfélaginu styrk úr sjóðnum. Fyrr á árinu styrkti sjóðurinn einning verkefni Team Rynkeby fyrir Umhyggju, félags langveikra barna, um 500.000 krónur.