Nær Guðjón Teiti að stigum?
Aðeins 49 stig skilur stórskytturnar Guðjón Skúlason og Teit Örlygsson að, sé heildarferill þeirra skoðaður. Guðjón hefur leikið afar vel að undanförnu og spurning hvort hann gerir atlögu að 2. sætinu á stigalista KKÍ, í þessum síðustu leikjum, en þar situr Teitur. Vert að geta þess að Guðjón hefur mest gert 49 stig í einum leik, gegn KR fyrir 12 árum.