Nær 500 ökumenn í topplagi
– Einn „eineygður“ fór á næstu bensínstöð
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði hátt í fimm hundruð bifreiðar í sérstöku umferðareftirliti í vikunni. Rætt var við ökumenn og kannað með ástand þeirra og réttindi. Fór eftirlitið fram á Reykjanesbraut við Vogaafleggjara og við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Er skemmst frá því að segja að allir ökumennirnir voru með sín mál í topplagi. Ein bifreiðin var að vísu „eineygð“ en ökumaðurinn ætlaði að halda á næstu bensínstöð og láta kippa því í liðinn.
Undantekningarlaust voru ökumenn jákvæðir og brugðust vel við þessu átaki lögreglu.