Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nær 200 sendingar af svefnlyfi til landsins stöðvaðar
Brot af þeim sendingum sem voru stöðvaðar og eru á leið til eyðingar. Mynd frá heimasíðu Tollstjóra.
Þriðjudagur 19. september 2017 kl. 10:27

Nær 200 sendingar af svefnlyfi til landsins stöðvaðar

Tollverðir hafa stöðvað 199 sendingar, sem innihéldu svefnlyfið  melatonin, í tollpósti það sem af er þessu ári. Þar af bárust 88 sendingar á tímabilinu júní til ágúst sl. Langflestar sendinganna sem innihalda melantonin hafa borist frá netverslunum í Bandaríkjunum.

Vakin er athygli á því að melantonin er skilgreint sem lyf hér á landi og því fellur það undir lyfjalög. Samkvæmt því er innflutningur bannaður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024