Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Næga vinnu að hafa í Grindavík
Þriðjudagur 11. september 2012 kl. 09:18

Næga vinnu að hafa í Grindavík

Næga vinna er að hafa í Grindavík þessa dagana fyrir vinnufúsar hendur. Eftirspurn er eftir vinnuafli hjá Þorbirni hf. en þar er óskað eftir starfsfólki í frystihús við snyrtingu og pökkun.

Annað fyrirtæki í Grindavík, Hafnot, sem sérhæfir sig í þörungaveiðum og þurrkun leitar nú að fjórum starfsmönnum í framtíðarstöðugildi Til greina kemur að ráða fólk í minni stöðugildi og jafnvel skólafólk í hlutastarf en um er að ræða pökkun.

Allar nánari upplýsingar um þessi störf er að finna á heimasíðu Grindavíkurbæjar, www.grindavik.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024