Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Náðugri dagar hjá Sigurvon
Miðvikudagur 2. janúar 2008 kl. 09:34

Náðugri dagar hjá Sigurvon

Víða má sjá ummerki eftir óveðrið sem gekk yfir suðvestuhornið um helgina. Þetta hús við Stafnesveg í Sandgerði varð fyrir barðinu á snarpri vindhviðu sem fletti stórum hluta klæðningarinnar af húsinu eins og sést á þessari mynd af vefnum 245.is.
Þrátt fyrir mikið óveður var einungis eitt útkall hjá björgunarsveitinni Sigurvon, segir á vefnum. Sveitin virðist því hafa átt aðeins náðugri daga heldur en kollegar þeirra víðast hvar annars staðar en hvort það er vegna þess að Sandgerðingar gangi betur frá sínum lausu hlutum og sýni meiri fyrirhyggju en aðrir skal ósagt látið.


Mynd af www.245.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024