Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ná ekki krónu í ríkiskassann
Allir ökumenn sem lögreglan stoppar eru með allt sitt á hreinu. VF-mynd: Hilmar Bragi
Fimmtudagur 17. september 2015 kl. 12:34

Ná ekki krónu í ríkiskassann

Lögreglumenn á Suðurnesjum voru með umferðareftirlit á Reykjanesbraut við Voga afleggjara í gærkvöldi. Lögð var áhersla á kanna með réttindi sem og ástand ökumanna. Um 100 bifreiðar voru stöðvaðar og rætt við ökumenn þeirra.

„Gaman er að segja frá því að allir ökumenn sem við ræddum við í kvöld voru með sitt á hreinu og kom ekki króna í ríkiskassann. Okkur langar líka til að þakka þessum ökumönnum fyrir jákvæðar og góðar undirtektir við þessum umferðarátökum sem við erum að sinna þessa dagana. Vel gert ökumenn,“ segir á fésbókarsíðu Lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024