Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ekki hlaða rafbílinn heima
Rafbílaeigendur eru beðnir um að nota ekki heimahleðslustöðvar á Suðurnesjum.
Laugardagur 10. febrúar 2024 kl. 11:53

Ekki hlaða rafbílinn heima

Nýja N1 stöðin við Flugvelli í Reykjanesbæ býður rafbílaeigendum á Suðurnesjum að hlaða bíla sína ókeypis á stöðinni á meðan neyðarástand ríkir í raforkumálum heimila á Suðurnesjum. Mikið álag er á rafkerfum í íbúðahverfum og rafbílaeigendur eru hvattir til að hlaða ekki bíla sína við heimahús vegna þess.

Brimborg Bílorka lækkar orkuverð og býður heimataxta eða 18,90 kr per kWh á hraðhleðslustöð sinni á Flugvöllum 8 í Reykjanesbæ. Almannavarnir mælast til að rafbílaeigendur hlaði ekki heimavið í núverandi ástandi og hvetja frekar til þess að nota hraðhleðslu eða almenningshleðslur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hraðhleðlslustöðin Bílorku er afkastamikil 600 kW stöð sem getur hlaðið 8 bíla í einu og er opin öllum rafbílaeigendum með því að hlaða niður e1 appinu.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur sent tilkynningu þar sem segir:
„Til að halda rafmagni á húsum er mikilvægt að halda að hámarki rafkyndingu við 2,5 kW á hverja íbúð, fara sparlega með rafmagn, slökkva á rafmagnsofnum á meðan önnur orkufrek raftæki eru notuð og hlaða ekki rafbíla heima fyrir heldur nota hverfahleðslur og hraðhleðslur sem í boði eru á svæðinu.“

Þá birtum við þessa tilkynningu í gær frá Orkunni á Fitjum:

Vegna ástandsins á Reykjanesskaganum hafa íbúar á Reykjanesi verið hvattir til að hlaða á hraðhleðslustöðvum frekar en í heimahúsum samkvæmt tilmælum frá HS Veitum. Orkan vill koma til móts við viðskiptavini á svæðinu og lækkar verð á rafmagni niður í 25kr./kWh fram yfir helgi vegna ástandsins. Eftir helgi verður staðan endurmetin samkvæmt fyrirmælum frá HS Veitum. 

Hraðhleðslustöðin á Fitjum býður upp á 500 kW hleðslu með átta stæði, CCS tengi og eitt CHAdeMO tengi. Hægt er að greiða með öllum helstu kredit- og debetkortum, Apple/Google Pay, Orkulyklinum, Netgíró og e1 appinu.