Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Myrkur í Svölutjörn
Miðvikudagur 20. september 2006 kl. 11:14

Myrkur í Svölutjörn

Ljósastaurar við Svölutjörn í Innri-Njarðvík eru ekki enn komnir í gagnið þrátt fyrir að íbúar í götunni hafi búið þar um hríð. Íbúi við Svölutjörn hafði samband við Víkurfréttir og lýsti áhyggjum sínum vegna þessa og taldi ljósleysið í götunni skapa mikla slysahættu nú þegar haustið færist yfir.

Íbúinn við Svölutjörn sagði í samtali við Víkurfréttir að Hitaveita Suðurnesja hefði ekki enn fundið hvað olli ljósleysinu en að staurarnir séu þegar komnir upp og nokkur umferð sé í götunni.

Ekki hefur náðst í Trausta Ólafsson, svæðisstjóra rafmagnssviðs á Suðurnesjum hjá Hitaveitu Suðurnesja, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

 

VF-mynd/ Ellert Grétarsson - Frá Innri-Njarðvík

 

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024