Myndlistarfólk vill á efri hæð Svarta pakkhússins
Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ hefur sent bæjaryfirvöldum erindi vegna aðstöðu fyrir myndlistarmenn í bæjarfélaginu. Óskar félagið eftir aðkomu Reykjanesbæjar við að koma efri hæð Svarta pakkhússins við Hafnargötu í nothæft ástand.
„Ljóst er að mikill missir er að aðstöðu félagsins í Listasmiðjunni á Ásbrú og leggur ráðið til að tillögur Félags myndlistarmanna um ýmsar lagfæringar á efri hæð Svarta pakkhússins verði hafðar í huga við gerð næstu fjárhagsáætlunar,“ segir í fundargerð menningarráðs Reykjanesbæjar.