Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 2. október 2001 kl. 09:40

Myndirnar hans Heimis í gagnagrunn

Nú er hafin vinna við að skrásetja ljósmyndasafn Heimis Stígssonar. Skráningin fer í gagnagrunn til að gera það aðgengilegra fyrir notendur þess en safnið er mjög merk heimild um sögu Suðurnesja.
Vinnan við skráningu fer fram undir handleiðslu forstöðukonu Byggðasafns Suðurnesja, Sigrúnar Ástu Jónsdóttur. Stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs samþykkti að greiða
einu stöðugildi laun fyrir skráningu í hálft ár. Fram að þessu hefur fólk á atvinnuleysisskrá unnið við þessa skráningu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024