Myndir og video frá hjólaköppum
Loksins, loksins er kominn diskur í hús með myndum og myndbandi sem tekið var á kaflanum milli Kirkjubæjarklausturs og Hafnar í Hornafirði. Myndirnar hafa verið settar upp í gallerý hér efst á síðunni. Þá hafa videoin verið klippt saman í tæplega 9 mínútna langt myndskeið og skreytt með tónlist.
Það er að frétta af okkar mönnum að þeir voru nú áðan í Varmahlíð þar sem þeim var boðið í heita máltíð eftir að hafa meðal annars barist í slyddu og -1 stigs frosti á Öxnadalsheiði. Þá tók við 15 metrar á sekúndu í fangið og rigning, þannig að það er mikil þrekraun í gangi hjá okkar mönnum, sem hjóla til góðs.
Þeir verða á Blönduósi í nótt og ætla í Borgarnes á morgun.
Nánar af ferðalagi þeirra í kvöld þegar ný ferðasaga og myndir koma í hús.
Video: Hjólað til góðs milli Klausturs og Hafnar.