Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Myndir: Fjölmennt í útgáfuhófi Sögu lögreglunnar í Keflavík
Föstudagur 14. nóvember 2014 kl. 09:36

Myndir: Fjölmennt í útgáfuhófi Sögu lögreglunnar í Keflavík

Útgáfuhóf Sögu lögreglunnar í Keflavík fór fram í síðustu viku. Bókin sem er eftir Einar Ingimundarson hlaut góðar viðtökur en talsvert fjölmenni var samankomið í Bókasafninu í Reykjanesbæ þar sem hófið var haldið.

Lögreglufélag Suðurnesja fagnar 65 ára afmæli sínu í desember og markaði útháfuhófið því einnig upphaf afmælisfagnaðarins. Meðfylgjandi eru myndir frá útgáfuhófinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Auk um 100 blaðsíðna lögreglumannatals eru í bókinni reynslusögur fjölda lögreglumanna úr starfi, umfjöllun um sögu lögreglunnar og fjöldi mynda. Einar Ingimundarson tók saman efni og ritaði en fyrrum og núverandi félagar Lögreglufélags Suðurnesja hafa verið í ritnefnd og hefur félagið stutt við útgáfu bókarinnar. Í henni er rakin saga lögreglunnar í Keflavík í máli og myndum. Hún er góð heimild um líf og störf lögreglumanna og er þar að finna mikinn fróðleik um lögregluna áður fyrr og fram til ársins 2007.

Bókin er í prentun en hægt er að panta hana í forsölu á sérkjörum fram til 7. nóvember í gegnum netfangið [email protected] en eftir það verður hún aðeins dýrari.