Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Myndband um störf félagsþjónustunnar í RNB
Þriðjudagur 3. júní 2014 kl. 09:37

Myndband um störf félagsþjónustunnar í RNB

Afar fjölbreytt og mikilvægt starf.

Mikið og ánægjulegt starf er unnið hjá félagsþjónustunni í Reykjanesbæ. Stuðningur við einstaklinga og fjölskyldur, á mismunandi tímum í lífinu og við mismunandi aðstæður, sem fer þar fram, er mikilvægur til að allir geti fundið og ræktað hæfileika sína. Því þurfa úrræðin að vera fjölbreytt.

Í þjónustumiðstöðinni á Nesvöllum er fjölbreytt dagskrá alla virka daga. Í Björgina kemur daglega hópur fólks saman og tekur þátt í margvíslegu starfi sem þar fer fram. Hæfingarstöðin er frábær samverustaður og oft mikið fjör. Í Baklandinu er börnum hjálpað að læra og leika. Á öllum þessum stöðum starfar vandað starfsfólk sem tekur vel á móti öllum sem þangað koma. Í samstarfi fjölmargra aðila er svo gamli barnaskólinn að fá nýtt hlutverk sem fjölskyldusetur og fræðasetur þar sem fjölskyldur í Reykjanesbæ geta sótt sér fræðslu og þekkingu eftir þörfum.

Í meðfylgjandi myndbandi er starfsemin kynnt:
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024