Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Myndavélum og 300 lítrum af olíu stolið
Mánudagur 10. desember 2012 kl. 13:43

Myndavélum og 300 lítrum af olíu stolið

Fjögur þjófnaðarmál voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. GPS-tæki var stolið úr bifreið í Njarðvík. Enn fremur var númeraplötum stolið af bifreið, einnig í Njarðvík. Þær fundust í næsta garði og var þá búið að eyðileggja þær.

Þá var tveimur myndbandstökuvélum og einni  myndavél stolið af kennarastofu Keilis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Loks var tilkynnt um þjófnað á 300 lítrum af olíu af vörubifreið í Grindavík. Það athæfi átti sér stað fyrir nokkrum dögum, en hafði láðst að tilkynna það fyrr en nú.

Ofangreind mál eru til rannsóknar hjá lögreglu, sem biður þá, er kunna að geta gefið upplýsingar, að hafa samband í síma 420-1800.