Myndasafn: Svipmyndir af Vellinum
Í fyrradag fengu blaðaljósmyndarar og myndatökumenn að fara upp á Völl til að afla myndefnis, eftir að tímabundu banni þar að lútandi var aflétt. Það hefur hingað til ekki þótt merkilegra en hvað annað að taka myndir á Vallarsvæðinu. En þennan daginn var því öðruvísi farið; menn vissu að þetta gátu allt eins verið með síðustu myndunum frá svæðinu áður en varnarliðið pakkar saman og fer; og allt út af einu örlagaríku pennastriki Donalds Rumsfeld ef marka má fréttir gærdagsins.
Það voru fáir á ferli á Vellinum í nöprum norðan næðingnum, sem beit í kinnar og nef. Hvort fámennið var vegna þess að svo margir eru farnir nú þegar eða að fólk hélt sig inni í skjóli fyrir nepjunni, skal ósagt látið. Ekki skal heldur fjölyrt um hvort ásýnd svæðisins verði á þessa lund í framtíðinni. Það er allavega ljóst að hún á eftir breytast stórum við brottfor hersins. Hvernig hún verður veit enginn en frá Bandaríkjunum er mætt stór sendinefnd til viðræðna við íslensk stjórnvöld um þau málefni. Sumir hafa lýst þeirri skoðun sinni að jafna eigi allt heila klabbið við jörðu. Það verður að koma í ljós en ef svo fer þá var það vel á sig leggjandi í kulda og trekki að mynda alltsaman í bak og fyrir, svona ef litið er á málið sögulegu tilliti.
Ellert Grétarsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var í för með öðrum fjölmiðlamönnum í fyrradag og tók nokkrar svipmyndir.
Mynd: Þær ljúka senn hlutverki sínu, stimpilklukkurnar á Vellinum. Ljósm. elg
Það voru fáir á ferli á Vellinum í nöprum norðan næðingnum, sem beit í kinnar og nef. Hvort fámennið var vegna þess að svo margir eru farnir nú þegar eða að fólk hélt sig inni í skjóli fyrir nepjunni, skal ósagt látið. Ekki skal heldur fjölyrt um hvort ásýnd svæðisins verði á þessa lund í framtíðinni. Það er allavega ljóst að hún á eftir breytast stórum við brottfor hersins. Hvernig hún verður veit enginn en frá Bandaríkjunum er mætt stór sendinefnd til viðræðna við íslensk stjórnvöld um þau málefni. Sumir hafa lýst þeirri skoðun sinni að jafna eigi allt heila klabbið við jörðu. Það verður að koma í ljós en ef svo fer þá var það vel á sig leggjandi í kulda og trekki að mynda alltsaman í bak og fyrir, svona ef litið er á málið sögulegu tilliti.
Ellert Grétarsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var í för með öðrum fjölmiðlamönnum í fyrradag og tók nokkrar svipmyndir.
Mynd: Þær ljúka senn hlutverki sínu, stimpilklukkurnar á Vellinum. Ljósm. elg