Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Myndasafn: Símadagar í Reykjanesbæ
Sunnudagur 12. júní 2005 kl. 14:04

Myndasafn: Símadagar í Reykjanesbæ

Víkurfréttir hafa sett inn myndasafn frá Símadögum Símans í Reykjanesbæ. Töluverður erill hefur verið við verslunina frá því á föstudaginn þegar Símadagar hófust.

Ljósmyndari Víkurfrétta kíkti á Símadaga hjá Símanum í gær en þá var töluvert um að vera. Börnin fengu kennslu á línuskautum, gestir fengu blá trúðanef og gos og þau yngstu fengu andlitsmálningu. Einnig var trúður á staðnum sem bjó til allskyns fígúrur úr blöðrum.
Hátíðin náði síðan hámarki í gær þegar Idol stjarnan Hildur Vala steig á svið og söng nokkur lög en það var hljómsveitin Anti-Ritz sem hitaði upp fyrir hana.

Þú getur séð myndasafnið hér!

VF-myndir: Atli Már Gylfason

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024