Myndasafn: Litadýrð í Seltúni
Hverasvæðið Seltún í Krýsuvík er ein sérstæðasta náttúruperlan á Reykjanesi. Á sólríkum degi eins og í gær er litadýrðin þar einstök þegar sólarljósið magnar litina svo úr verður magnað sjónarspil eins og sjá má á þessum myndum sem Ellert Grétarsson tók í gær, laugardag, á svæðinu. Seltún er afar vinsæll áningarstaður ferðafólks og var fjöldi þeirra af ýmsum þjóðernum á ferðinni þar í gær.
Til stendur að hefja tilraunaboranir á svæðinu innan tíðar með hugsanlega nýtingu jarðvarmans í huga og óttast umhverfisverndarfólk að það kunni að spilla hverasvæðinu.
Myndasyrpu frá litadýrðinni Seltúni í gær má sjá í ljósmyndasafninu hér á vf.is
VF-mynd: elg
Til stendur að hefja tilraunaboranir á svæðinu innan tíðar með hugsanlega nýtingu jarðvarmans í huga og óttast umhverfisverndarfólk að það kunni að spilla hverasvæðinu.
Myndasyrpu frá litadýrðinni Seltúni í gær má sjá í ljósmyndasafninu hér á vf.is
VF-mynd: elg