Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Myndasafn: Hvalur við landsteinana
Miðvikudagur 1. ágúst 2007 kl. 23:32

Myndasafn: Hvalur við landsteinana

Hvalir halda sig alla jafna úti á rúmsjó en þó kemur það fyrir að þeir ramba upp að landi í ætisleit eins og sjá mátti síðdegis í dag rétt utan við höfnina í Keflavík. Þar mátti sjá hval, að öllum líkindum hnúfubak, svamla fram og til baka meðfram ströndinni nánast alveg uppvið fjörugrjótið. Hvalurinn var augljóslega á höttunum eftir æti og mátti stundum sjá hann moka upp sílatorfunni.  Mávarnir flögruðu fyrir ofan og voru fljótir að grípa það sem hraut af „borði” hvalsins.

Helsta fæða hnúfubaksins er ljósáta og smáfiskar á borð við síli, síld, loðnu og makríl. Þeir þurfa að éta heil ósköp til að viðhalda sér enda er fullorðið dýr venjulega um 30 – 50 tonn að þyngd. Talið er að á hverjum degi þurfi fullvaxnir hvalir að hesthúsa í það minnsta tveimur tonnum af sviflægri fæðu en hnúfubakur er skíðishvalur.

Ellert Grétarsson, ljósmyndari VF fylgdist með dýrinu í gegnum linsuna og má sjá afraksturinn í myndasafninu hér á vefnum.

VF-mynd: elg
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024