Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Myndasafn: Árshátíð Reykjanesbæjar
Fimmtudagur 9. mars 2006 kl. 11:16

Myndasafn: Árshátíð Reykjanesbæjar

Holtaskóli fór á kostum

Færri komust að en vildu á árshátíð Reykjanesbæjar sem haldin var í Stapa s.l. laugardagskvöld. Aðsóknarmet var slegið í matinn þar sem rétt rúmlega 400 manns gæddu sér á hlaðborði frá Haraldi Helgasyni veitingamanni í Stapa.

Það var rífandi stemmning á árshátíðinni og fengu þeir Halli Valli og Smári góðar undirtektir í salnum er þeir tróðu upp og léku nokkur lög. Örn Árnason fór með gamanmál og Sigmundur Ernir Rúnarsson var kynnir kvöldsins.

Að þessu sinni var það Holtaskóli sem sá um skemmtiatriðið og var söngleikurinn Rocky Horror settur í pólitískan Reykjanesbæjarbúning. Uppátækið vakti mikla lukku en greinilegt var að Holtaskóli hafði lagt mikla vinnu í sýninguna sem var hin besta skemmtun. 

Hljómsveitin Buff lék fyrir dansi fram á nótt en Buff leikur tónlist í þáttunum Það var lagið með Hemma Gunn og þeir létu deigan ekki síga.

Smellið hér til að skoða myndasafnið frá Árshátíðinni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024