Myndasafn á VF frá stórbrunanum í Grindavík
Tæplega 50 ljósmyndum af stórbrunanum sem varð í fiskimjölsverksmiðju Samherja í Grindavík í gær hefur verið komið inn á vef Víkurfrétta. Til hægri á vefsíðunni er hnappur þar sem skoða má myndirnar.
Mikið tjón varð í brunanum og börðust slökkvilið Grindavíkur, slökkvilið Brunavarna Suðurnesja og slökkvilið Keflavíkurflugvallar við eldinn. Slökkviliðsmenn náðu tökum á eldinum um klukkan hálf sjö í gærkvöldi og var vakt við húsið fram eftir kvöldi.
Myndin: Frá slökkvistarfi í Grindavík í gær. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.
Smellið hér til að komast á myndasafnið.