Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Myndarleg landfylling neðan Hafnargötu
Mánudagur 26. maí 2003 kl. 10:16

Myndarleg landfylling neðan Hafnargötu

Búkollur Íslenskra aðalverktaka eru nú í stöðugum ferðum milli Helguvíkur og nýrrar landfyllingar neðan Hafnargötunnar í Keflavík. Svæðið neðan Hafnargötunnar og Ægisgötunnar er nú að taka stakkaskiptum en myndarleg landfylling er að verða þar til. Efnið er úr námu þar sem hin margumrædda stálpípuverksmiðja mun rísa í Helguvík.Efnið úr námunni verður notað í landfyllinguna neðan Hafnargötunnar og í sjóvarnir með strönd Reykjanesbæjar. Myndin var tekin þegar ein búkollan losaði farm sinn í fyllinguna.

Íbúar í Reykjanesbæ hafa aðeins kvartað yfir rykmekki frá veginum milli Helguvíkur og fyllingarinnar, en að sögn Árna Sigfússonar bæjarstóra, hefur verktakinn lofað að rykbinda veginn.

VF-mynd: Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024