Myndarleg framlög berast í Velferðarsjóð Suðurnesja
Velferðarsjóður á Suðurnesjum heldur áfram að vaxa og er sannarlega gleðilegt hversu margir hafa lagt sjóðnum lið. Alls hefur safnast í sjóðinn hálf tólfta milljón króna og hefur þegar verið ráðstafað fimm milljónum til stuðnings fólki hér á svæðinu sem þarf á aðstoð að halda.
Sunnudaginn 22. nóvember komu félagar úr Lionsklúbbi Njarðvíkur færandi hendi til guðsþjónustu í Keflavíkurkirkju. Afhentu þeir Ólafi Magnússyni stjórnarmanni í Velferðarsjóðnum kr. 600 þúsund sem renna í sjóðinn. Kvöldið áður höfðu starfsmenn fríhafnarinnar gefið 350 þúsund í tilefni 50 ára afmælis fríhafnarinnar.
Á myndinni eru fulltrúar Lionsklúbbs Njarðvíkur: Sigurður Ragnar Magnússon, Magnús Guðmannsson og Einar Jónsson, ásamt Ólafi Magnússyni og sr. Skúla S. Ólafssyni.