Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 7. maí 2001 kl. 17:00

Myllubakkaskólakrakkar í boxi!

Nemendur í Myllubakkaskóla settu upp boxhanska og létu sandpokana fá það óþvegið á þemadögum skólans. Boxið nýtur mikilla vinsælda í Reykjanesbæ og deilt er í bæjarstjórn hvort Tímstunda- og íþróttaráð bæjarins eigi að styrkja Hnefaleikafélag í Reykjanesbæ. Dagana 3. og 4. maí voru haldnir þemadagar í Myllubakkaskóla. Þemað var "heilbrigð sál í hraustum líkama". Það var líf í tuskunum þessa daga og
flestir fundu eitthvað við sitt hæfi. Nemendur hófu daginn með því að syngja morgunsöng við undirleik kennaranna Guðbrands og Ingólfs en Díana gaf tóninn. Að söng loknum var
skipt í hópa. Dansaður var línudans, veitt í Seltjörn, ekið á Go-kart brautinni, gengið á Þorbjörn, farið í Bláa lónið, púlað á Perlunni, synt í Sundmiðstöðinni, farið í gönguferðir, ratleiki, fjársjóðaleit og ýmsa aðra útileiki. Að auki fengu nemendur 10. bekkja fulltrúa frá Marita samtökunum og lögreglunni í heimsókn en þeir upplýstu nemendur um skaðsemi eiturlyfja
og forvarnir.
Starfið þessa daga þótti takast einstaklega vel. Flestir skemmtu sér konunglega enda voru veðurguðirnir starfinu hliðhollir og sendu bestu veðurbrigði sín, segir í frétt frá Myllubakkaskóla
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024