MUNUM EFTIR BÖRNUM Á LEIÐ Í SKÓLANN!
Nú í byrjun september hefst skólastarf af krafti í grunnskólum bæjarins og því er rétt að minna ökumenn á þær hættur sem geta skapast þegar mikill fjöldi barna er á leið í skólann.. Sérstaklega þarf að hafa varann á sér við biðskýli og varast að fara fram úr strætisvagni þegar hann er kyrrstæður. Lítil börn eiga það til að hlaupa fyrirvaralaust fram eða aftur fyrir vagninn og það skapar mikla slysahættu ef ökumenn reyna að smeygja sér framhjá. Lögreglan mun gera átak í að fylgjast með umferðinni á morgnana og um eftirmiðdaginn. Bílstjórar eru beðnir um að sýna ungum vegfarendum nærgætni og strætisvagnabílstjórum þolinmæði, þannig að allir komist heilu og höldnu á áfangastað