Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Munaðarlaus marmarakúla
Kúlan átti að prýða ráðhús Reykjanesbæjar sem rísa átti á Fitjum. Á árunum 2005 til 2006 var hugmyndin að þar myndu rísa tvö aðskilin hús, annað ráðhús Reykjanesbæjar og hitt undir starfsemi Hitaveitu Suðurnesja.
Föstudagur 29. apríl 2016 kl. 06:00

Munaðarlaus marmarakúla

- Átti að prýða ráðhús á Fitjum

Þessi veglega fjögurra tonna marmarakúla stendur við þjónustumiðstöð Reykjanesbæjar við Fitjabraut. Á árunum fyrir hrun voru uppi hugmyndir um hún myndi prýða ráðhús Reykjanesbæjar sem rísa átti á Fitjum. Ekkert varð af byggingunni og stendur kúlan nú við þjónustumiðstöðina, nokkrum tugum metra frá fyrirhuguðum áfangastað.

Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtæki sem flytur marmara inn til Íslands kostar slík kúla í dag um þrjár til þrjár og hálfa milljón króna, komin til Íslands, sé hún keypt frá Kína.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hjá Reykjanesbæ stendur ekki til að nýta kúluna í bráð en í henni er skemmd og verður því ekki hugað að notum fyrr en eftir að hún hefur verið lagfærð. Ekki er gert ráð fyrir að ráðist verði í lagfæringar á kúlunni á næstunni.