Munaðarlaus marmarakúla
- Átti að prýða ráðhús á Fitjum
Þessi veglega fjögurra tonna marmarakúla stendur við þjónustumiðstöð Reykjanesbæjar við Fitjabraut. Á árunum fyrir hrun voru uppi hugmyndir um hún myndi prýða ráðhús Reykjanesbæjar sem rísa átti á Fitjum. Ekkert varð af byggingunni og stendur kúlan nú við þjónustumiðstöðina, nokkrum tugum metra frá fyrirhuguðum áfangastað.
Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtæki sem flytur marmara inn til Íslands kostar slík kúla í dag um þrjár til þrjár og hálfa milljón króna, komin til Íslands, sé hún keypt frá Kína.
Hjá Reykjanesbæ stendur ekki til að nýta kúluna í bráð en í henni er skemmd og verður því ekki hugað að notum fyrr en eftir að hún hefur verið lagfærð. Ekki er gert ráð fyrir að ráðist verði í lagfæringar á kúlunni á næstunni.