Laugardagur 31. maí 2014 kl. 21:35
Mun minni kosningaþátttaka í Reykjanesbæ
Þátttaka í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjanesbæ er mun minni nú en í síðustu sveitarstjórnarkosningum árið 2010.
Núna kl. 21:00 höfðu 6071 einstaklingur kosið eða 58,39% af kjörskrá. Þetta er 4,54% minna en á sama tíma í sveitarstjórnarkosningum árið 2010.