Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mun meiri ásókn í frítt sund
Miðvikudagur 30. júní 2010 kl. 08:50

Mun meiri ásókn í frítt sund


Mikið aukning hefur orðið á aðsókn grunnskólabarna í sund í Reykjanesbæ í framhaldi af því að tekin var ákvörðun um það fyrir fjórum árum að gefa þeim frítt í sund með það að markmiði að auka hreyfingu ungra barna og auka samverustundir fjölskyldunnar. Ástæðan var sú að nýlegar rannsóknir höfðu sýnt að grunnskólabörn á Íslandi væru að þyngjast m.a. vegna hreyfingarleysis. Reykjanesbær var fyrst sveitarfélaga til þess að taka upp þessa nýjung og þykir hún hafa skilað miklum árangri án þess að tekjuskerðing mannvirkja hafi verið eins mikil og ætla mætti enda hefur gestafjöldi aukist mikið í kjölfarið.

Fjöldi barna í sundi jókst að meðaltali um 10.175 heimsóknir á ári 2006 - 2009 og aðsókn fullorðinna jókst að meðaltali um 8.777 heimsóknir á ári á sama tíma. Hlutfall barna á þessum tíma sem ekki æfðu íþróttir var 45% og eru börn á aldrinum 8 - 12 ára duglegust að mæta í sund.

Þetta kemur fram í lokaritgerð Þórunnar Magnúsdóttur til B.s. gráðu í íþróttafræðum við Háskóla íslands þar sem kannað var m.a. hvort að þessi niðurfelling á gjaldi hefði aukið hreyfingu barna og þá jafnframt þeirra sem ekki stunda íþróttir í frístundum.

Sjá nánar hér

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024