Fréttir

Mun meira handlagt af LSD og E-pillum
Laugardagur 11. ágúst 2012 kl. 11:55

Mun meira handlagt af LSD og E-pillum

Haldlagðar Ecstacy pillur voru 66.834 talsins árið 2011 á móti 15.084 árið 2010 og LSD skammtar voru 4.472 en einn skammtur var haldlagður árið 2010.

Starfsemi Fíkniefnateymis embættisins lögreglunnar á Suðurnesjum árið 2011 var með svipuðum hætti og fyrri ár. Engar mannabreytingar voru frá fyrra ári innan deildarinnar og hófst árið tiltölulega rólega en febrúar og mars voru þó mjög annasamir hjá deildinni.

Haldlagt amfetamín fór úr rúmum þremur kílóum árið 2010 í tæplega 400 grömm árið 2011. Aukning er í fljótandi amfetamíni og efnum til ætlaðrar framleiðslu amfetamíns, sem þykir benda til að framleiðsla efnisins hér á landi hafi færst verulega í aukana, enda virðist framboð efnisins ekki hafa minnkað.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Rúm tvö kíló af kókaíni voru haldlögð en árið 2010 voru rúm fjögur kíló haldlögð. Aukning var í haldlögðum kannabisefnum, LSD, Ecstacy pillum (E-pillur) og MDMA dufti. Ein stærsta kannabisræktun sem stöðvuð hefur verið hér á landi fannst í umdæminu en hald var lagt á 800 kannabisplöntur í því máli.

Haldlagðar Ecstacy pillur voru 66.834 talsins árið 2011 á móti 15.084 árið 2010 og LSD skammtar voru 4.472 en einn skammtur var haldlagður árið 2010.

Handlögð fíkniefni árið 2011: