Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mun hægari á Garðskagavita
Sunnudagur 16. febrúar 2003 kl. 20:15

Mun hægari á Garðskagavita

Vindur er nú orðinn mun hægari á Suðurnesjum eftir að það hafði verið bálhvasst í allan dag. Aldrei varð þó sá veðurofsi á Suðurnesjum sem búist hafði verið við. Tugir björgunarsveitarmanna voru á vakt á Suðurnesjum og menn og konur tilbúnin að hefta fok.Í kvöld kl. 19 var vindur kominn niður í 13 m/s af SSV en þegar hvassast var í dag um kl. 14 fór vindurinn á Garðskagavita í rúma 23 m/s. sem er stormur samkvæmt gömlu mælieiningunni.

Meðfylgjandi mynd var tekin úr Garðskagavita síðdegis og sýnir vel sjóganginn við Garðskagaflösina sem á árum áður var mjög hættuleg sjófarendum. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024