Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Mun fleiri aðfluttir en brottfluttir
Þriðjudagur 21. október 2008 kl. 10:41

Mun fleiri aðfluttir en brottfluttir

Eittþúsund og sextíu einstaklingar voru aðfluttir umfram brottflutta á Suðurnesjum fyrstu níu mánuði ársins. Öll sveitarfélögin voru með jákvæðan flutningsjöfnuð nema Vogar en þar voru brottfluttir tíu fleiri en aðfluttir.
Í Reykjanesbæ voru 936 aðfluttir umfram brottflutta, 38 í Grindavík, 5 í Sandgerði og 91 í Garði. 1848 fluttu til Reykjanesbæjar en 912 frá honum. Nokkur hreyfing er á fólki milli sveitarfélaga á Suðurnesjum og talsverð hreyfing milli landa. Margir flytja til Reykanesbæjar frá öðrum landsvæðum, eða 487 aðfluttir umfram brottflutta.
Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands um búferlaflutninga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024