Mun færri Íslendingar fara erlendis með flugi
Utanlandsferðum Íslendinga fækkar mikið. Þannig flugu aðeins um 23 þúsund Íslendingar utan í júlímánuði en á sama tíma í fyrra voru utanlandsferðirnar 44 þúsund talsins.
Minni ferðagleði Íslendinga kemur einnig í ljós þegar tölur fyrir fyrri hluta ársins eru skoðaðar en 46% færri hafa farið utan í ár en í fyrra.
Erlendum gestum til landsins hefur hins vegar fjölgað um rúmt eitt prósent. Breskum ferðamönnum hefur hins vegar fækkað um 20% það sem af er árinu.