Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mun færri búa í Reykjanesbæ en vilja
Íbúar á Ásbrú á Suðurnesjum.
Fimmtudagur 6. febrúar 2014 kl. 19:49

Mun færri búa í Reykjanesbæ en vilja

- samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Capacent.

 

Um 6,5 prósent landsmanna búa á Suðurnesjum en í nýrri könnun Capacent sögðust um 11 prósent helst vilja flytjast þangað næst þegar þeir skipta um húsnæði. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. Flestir vildu flytja til Reykjavíkur, eða um 42 prósent. Um 13 prósent sögðust vilja flytja til Kópavogs. Af þeim sem vildu búa í Reykjavík sögðust 58 prósent vilja búa í miðbænum og Vesturbæ. Það hlutfall fer upp í nærri 90 prósent í aldursflokknum 18 til 24 ára. Í Reykjavík bjuggu árið 2013 um 120 þúsund manns en miðað við könnun Capacent vilja um 138 þúsund manns búa þar, sem myndi þýða um 15 prósent fjölgun íbúa þar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024