Mun færri brot í ágúst
Hegningarlagabrotum í umdæmi Suðurnesjalögreglu fækkaði umtalsvert á milli ára í ágúst. Alls komu 64 slíkt mál inn á borð lögreglunnar í ágúst síðastliðnum samanborið við 83 mál í sama mánuði 2009. Umferðarlagabrotum fækkaði á sama tíma úr 393 í 220.
Alls komu 13 fíkniefnamál til kasta lögreglunnar á Suðurnesjum í ágúst síðastliðnum eða einu fleira en í sama mánuði 2009.