Mun endurgjalda bæjarbúum traustið!
„Þessi staða er á margan hátt óvænt,“ sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóraefni Sjálfstæðismanna eftir að fyrstu tölur voru kunngerðar í kvöld. „Við stefndum að því að styrkja stöðu fimmta bæjarfulltrúans og töldum það skynsamlegt í ljósi þess að verið væri að taka við af öflugum bæjarstjóra og öflugum hópi, sem hefur verið í meirihluta. Þessi staða er því ánægjuleg og óvænt." Árni sagði það vera erfitt hlutskipti að taka við af Ellerti Eiríkssyni. Hann hafi ekki ennþá mátað bæjarstjórastólinn og vissi ekki hvort hann passaði.Um þetta mikla fylgi í kosningunum sagði Árni þetta um bæjarbúa: „Þeir virðist reiðubúnir að sýna mér traust, sem ég mun endurgjalda“.
Á meðfylgjandi mynd er Árni Sigfússon í viðtali við Pál Ketilsson Víkurfréttaritstjóra á Stöð 2 fyrr í kvöld.
Á meðfylgjandi mynd er Árni Sigfússon í viðtali við Pál Ketilsson Víkurfréttaritstjóra á Stöð 2 fyrr í kvöld.