MTV sjónvarpsstöðin myndar Íslending og Ljósanótt
Dagskrárgerðarfólk og myndatökumenn frá sjónvarpsstöðinni MTV sem er alþjóðleg tónlistar- og afþreyingarsjónvarpsstöð hefur sýnt víkingaskipinu Íslendingi mikinn áhuga. Stöðin hefur boðað komu sína til Reykjanesbæjar til að taka upp myndefni af tvenns konar tagi í tengslum við skipið og Ljósanótt.Í fyrsta lagi mun MTV taka upp myndefni þar sem 5 fjölbragðaglímumenn munu takast á í skipinu á siglingu undir stjórn Gunnars Marels, skipsstjóra. Þá mun sjónvarpsstöðin einnig taka upp myndefni á sjálfri Ljósanótt í Reykjanesbæ þegar skipið mun sigla inn til Keflavíkur undir upplýstu berginu.
MTV hefur lýst því yfir í samtali við Árna Sigfússon, bæjarstjóra að stöðin hafi áhuga á að setja þetta efni í þátt sem verður sýndur stanslaust í þrjú ár. Um 80 milljón manns horfa að staðaldri á stöðina.
“Þetta er náttúrlega mjög ánægjulegt og gæti orðið gríðarleg auglýsing fyrir bæjarfélagið og skipið. Það er með ólíkindum hvað það er mikill áhugi á skipinu", sagði Árni í samtali við Víkurfréttir.
Upptökur MTV manna á fjölbragaglímuatriðum verða í Helguvík á næstunni.
MTV hefur lýst því yfir í samtali við Árna Sigfússon, bæjarstjóra að stöðin hafi áhuga á að setja þetta efni í þátt sem verður sýndur stanslaust í þrjú ár. Um 80 milljón manns horfa að staðaldri á stöðina.
“Þetta er náttúrlega mjög ánægjulegt og gæti orðið gríðarleg auglýsing fyrir bæjarfélagið og skipið. Það er með ólíkindum hvað það er mikill áhugi á skipinu", sagði Árni í samtali við Víkurfréttir.
Upptökur MTV manna á fjölbragaglímuatriðum verða í Helguvík á næstunni.