Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

MSS útskrifar 54 nemendur
Útskriftarhópurinn.
Mánudagur 1. janúar 2018 kl. 06:00

MSS útskrifar 54 nemendur

Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum (MSS) útskrifaði 54 nemendur þann 20. desember sl. við hátíðlega athöfn á fimmtu hæð í Krossmóa. Eftir athöfnina var útskriftarnemum og gestum þeirra boðið upp á léttar veitingar. Elvar Þór Magnússon hélt ræðu fyrir hönd útskriftarnema og ungmennakórinn Vox Felix söng jólalög.

MSS fagnar tuttugu ára afmæli þann 1. febrúar nk. og hefur verið haldið upp á það með margvíslegum hætti á þessu ári og fagnað verður áfram á næsta ári.
Þetta var í þriðja sinn sem sameiginleg útskrift námsleiða í öllum áföngum var haldin en MSS leggur áherslu á það að fagna beri öllum áföngum og eru þau afar stolt af árangri nemenda sinna. Útskrifað var af fimm námsleiðum þessa önnina, Félagsliðabrú, Skrifstofuskóla, SMR, Grunnmenntastoðum og Menntastoðum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024