Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

MSS með í alþjóðlegu verkefni um sjálfstæð vinnubrögð
Í þetta skipti hittist hópurinn í Reykjanesbæ.
Sunnudagur 14. maí 2017 kl. 06:00

MSS með í alþjóðlegu verkefni um sjálfstæð vinnubrögð

-Eina menntastofnunin frá Íslandi sem tekur þátt í verkefninu

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum hefur, ásamt fimm öðrum skólum frá Evrópu, unnið að verkefni, sem snýr að því að gera nemendur sjálfstæðari í vinnubrögðum. Verkefnið er fjármagnað af Evrópusambandinu og áætlað er að því ljúki á þessu ári. Verkefnið kallast „Speaking for yourself“ og ásamt MSS, eina skólanum frá Íslandi í þessu verkefni, eru skólar frá Spáni, Belgíu og Svíþjóð. Þeir sem að verkefninu koma hafa hittst á hverju ári og í þetta sinn var það í Reykjanesbæ.

„Þetta er hugsað til framtíðar. Gert er ráð fyrir því að heimasíða verkefnisins verði tengd beint við MSS heimasíðuna okkar þegar hún verður tilbúin, sem áætlað er að verði í sumar. Þar verður að finna ýmis praktísk verkfæri sem styðja við sjálfstæð vinnubrögð fyrir nemendur í tungumálanámi,“ segir Sveindís Valdimarsdóttir, verkefnastjóri íslenskunámskeiða MSS. Hún segist alsæl, bæði með vinnuna við verkefnið sem og kynninguna á landi og þjóð. „Fundurinn gekk frábærlega hjá okkur hér á Íslandi og gestirnir náðu auk þess að skoða Reykjanesið og Gullna hringinn,“ segir hún og telur mjög líklegt að verkefnið verði vinsælt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024