MSS geti boðið upp á hjúkrunarfræði næsta haust
Bæjarstjórn Garðs tekur undir með bókun Bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga um að bjóða upp á aðstöðu til fjarnáms og styður að á næstu fjárhagsáætlun Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum verði því fé sem veitt er í sérstök verkefni sveitarfélaganna forgangsraðað þannig að Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum geti boðið upp á hjúkrunarfræði næsta haust.