MSS fær viðurkenningu
Viðurkenningin staðfesting á gæðum og aðstöðu MSS
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum (MSS) hefur hlotið viðurkenningu frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem aðili til að annast framhaldsfræðslu á Íslandi. Viðurkenningin byggist á mati á aðstöðu til kennslu, skipulagi náms, námskrám, þekkingu, reynslu, fjárhagsmálefnum, tryggingum og gæðakerfi.
Viðurkenningin byggir á lögum um framhaldsfræðslu frá árinu 2010 og að sögn Guðjónínu Sæmundsdóttur forstöðumanns MSS er viðurkenningin mjög ánægjuleg fyrir MSS. Þetta þýði að gæði og aðstaða miðstöðvarinnar sem og starfsemin sem þar fram fer, sé greinilega til fyrirmyndar.