Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Móttöku spilliefna komið í betra horf
Þriðjudagur 13. september 2005 kl. 10:08

Móttöku spilliefna komið í betra horf

Nýverið gerði Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. og Efnamóttakan ehf. samstarfssamning um móttöku og förgun spilliefna frá heimilum og fyrirtækjum á Suðurnesjunum. Með þessu móti verður móttaka og skráningu á spilliefnum á Suðurnesjunum komið í betra horf en verið, hefur en Efnamóttakan er með áralanga reynslu af því meðhöndla spilliefni á Íslandi.
Jákvæð þróun og meiri meðvitund gagnvart meðhöndlun úrgangs og spilliefna hefur breyst til hins betra undanfarin ár. Meðal almennings og stjórnvalda er gerð aukin krafa um að vernda náttúru landsins og bæta meðhöndlun úrgangs. Fyrsta skrefið í því er að ná spilliefnum frá öðrum úrgangi. Heimili, fyrirtæki og stofnanir þurfa öll að bera ábyrgð á umhverfinu og hluti af þeirri ábyrgð felst í skynsamlegri meðferð á spilliefnum. Samkvæmt lögum ber almenningi, fyrirtækjum og stofnunum skylda til að afhenda allan spilliefnaúrgang til viðurkenndra móttökuaðila spilliefna.
 
Forsenda fyrir góðri skráningu á spilliefnum er að spilliefni komi aðgreind frá öðrum úrgangi en samkvæmt reglugerð um spilliefni frá árinu 1999 (805/1999):
Má ekki blanda spilliefnum saman við annan úrgang. Einstökum tegundum spilliefna skal halda aðgreindum. Aðgreina skal spilliefnablöndur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024