Móttaka fyrir sykursjúka opnar
Formleg opnun á móttöku sykursjúkra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, fór fram sl. fimmtudag. Þessi nýja þjónustu er í unnin í nánu samstarfi við göngudeild Landspítalans - háskólaskúkrahúss við Hringbraut og hafa Dr. med. Ragnar Gunnarsson, sérfræðingur í heimilislækningum og deildarlæknir móttökunnar og Sigrún Ólafsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri heilsugæslusviðs, umsjón með henni.Kristmundur Ásmundsson, yfirlæknir HSS, sagðist hlakka til samstarfsins og að móttakan ætti eflaust eftir að bæta líðan sykursjúkra á Suðurnesjum þar sem eftirlit og ráðgjöf verði aðgengilegra en verið hefur.Ellert Eiríksson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, tók einnig til máls og sagðist fagna framtakinu. Dr.med. Ástráður B. Hreiðarsson, yfirlæknir göngudeildar Landspítalans, fór nokkrum orðum umsykursýki og útbreiðslu hennar, sem hann taldi mundi aukast verulega á næstu árum.Sigríður Jóhannsdóttir, ritstjóri frá Samtökum sykursjúkra og Sigríður Jóannesdóttir alþingismaður, tóku einnig til máls og lýstu ánægju sinni með framtakið.„Ég fagna mjög þessari auknu þjónustu sem við getum nú veitt íbúum svæðisins þrátt fyrir endalausan slag um fjármagn, og það sem verra er skort á læknum og öðru fagfólki. Þetta er nú unnt vegna áhuga og dugnaðar þess ágæta starfsfólks sem við þó höfum“, sagði Jóhann Einvarðsson, framkvæmdastjóri HSS.