Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Móttaka fyrir eldri borgara á HSS
Mánudagur 20. september 2004 kl. 15:25

Móttaka fyrir eldri borgara á HSS

Sérstök móttaka fyrir íbúa Suðurnesja 70 ára og eldri verður opnuð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja miðvikudaginn 22. september. Marmið þjónustunnar er að styðja eldri borgara til að búa sem lengst heima og til að viðhalda góðri heilsu. Meðal þeirra þátta sem í boði verða í móttökunni eru blóðþrýstings- og blóðsykursmælingar; heyrnarmælingar; boðið verður upp á ráðgjöf varðandi hreyfingu, mataræði, lyf, hjálpartæki, öryggistæki, félagsleg réttindi og fleira. Þá verða einnig framkvæmdar inflúensubólusetningar á haustin og lungnabólgubólusetningar allar ársins hring.
Móttakan verður opin miðvikudaga frá 10 til 12 og frá 13 til 15 og er í umsjá Önnu Skarphéðinsdóttur hjúkrunarfræðings.

Ljósmynd/Oddgeir Karlsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024