Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mótmælti við Leifsstöð
Fimmtudagur 13. júní 2002 kl. 22:29

Mótmælti við Leifsstöð

Hún var heldur einmanna þessi dama sem ætlaði að mótmæla komu Jiang Zemin, forseta Kína, við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hún beið átekta við Leifsstöð en vissi ekki að kínverska sendinefndin fór útaf Vellinum í GrænásiFlugvél, sem flutti Jiang Zemin, forseta Kína, hingað til lands, lenti á Keflavíkurflugvelli um klukkan 17 í dag. Móttökuathöfn var haldin á flugvellinum en meðal þeirra sem tóku á móti Jiang voru Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heitkona hans Dorrit, ráðherrar í ríkisstjórn Íslands og fleiri. Jiang Zemin, eiginkona hans og fylgdarlið, rúmlega 150 manns, flugu frá Eistlandi til Íslands. Opinber heimsókn forseta Kína hér á landi stendur yfir fram á sunnudag. Á morgun er búist við þúsundum manna í mótmælastöðu í höfuðborginni vegna heimsóknar Jiang Zemins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024