Mótmæli flutningabilstjóra hafa engu skilað
Lögreglan í Keflavík kærði í nótt fimm ökumenn flutningabifreiða fyrir að leggja bifreiðunum í íbúðarhverfum, en lögreglan vitnar í lögreglusamþykkt sveitarfélaga vegna sektargerðanna. Flutningabílstjórar mótmæltu þessum aðgerðum fyrir skömmu með því að leggja bifreiðum sínum við lögreglustöðina en greinilega hafa þau mótmæli ekki skilað árangri miðað við aðgerðir lögreglu í nótt.