Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 27. júní 2001 kl. 09:54

Mótmæla sveigjanlegum skólahverfum

Foreldrar í Heiðarhverfi afhentu Ellerti Eiríkssyni bæjarstjóra Reykjanesbæjar undirskriftalista í morgun, þar sem þau mótmæla því að Myllubakki og Heiðarskóli verði á sama skólasvæði.

Mynd: Foreldrar á fundi bæjarstjóra í morgun.Samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar frá 8. maí sl. voru skólasvæði Reykjanesbæjar gerð sveigjanleg, sem þýðir að börn eru ekki endilega send í þann skóla sem næstur er heimili þeirra og tilheyrir þeirra hverfi, heldur í þann skóla þar sem viðkomandi árgangur er fámennari. Þetta er gert til að nýta skólahúsin betur.
Foreldrar barna eru ósátt við þessar reglur og segja þetta vera einsdæmi á Íslandi. Þeim finnst að fólk eigi að geta gengið að því vísu, þegar það flytur í ákveðið hverfi, í hvaða skóla börnin þeirra fara. „Það skiptir auðvitað máli, þegar maður kaupir sér húsnæði, hvort skólinn er í göngufæri eða ef barnið þarf að fara með skólabíl í skólann“, sagði móðir í samtali við VF.
Bæjarráð fjallar um málið síðdegis á morgun. Ef viðbrögð þess verða ekki mjög jákvæð, þá ætla foreldrar að fara út í harðari aðgerðir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024