Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mótmæla skerðingu veiðiheimilda
Föstudagur 1. júlí 2016 kl. 12:00

Mótmæla skerðingu veiðiheimilda

Félag smábátaeigenda á Reykjanesi sendir þingmönnum opið bréf

Mótmæla skerðingu veiðiheimilda

Félag smábátaeigenda á Reykjanesi hefur sent þingmönnum Suðurkjördæmis opið bréf þar sem skerðingu á veiðiheimildum til strandveiða er harðlega mótmælt. Greint er frá þessu á vef Landssambands smábátaeigenda. Meðal þess sem kemur fram í bréfinu er að komin sé góð reynsla á veiðarnar og að þær hafi fest sig í sessi. Með reglugerð sem gefin var út í vor, nokkru áður en strandveiðar hófust, hafi afli á svæðinu frá Djúpavogshreppi að Arnarstapa verið skertur um 200 tonn, úr 1.500 tonnum í 1.300 tonn, eða um 13,3 prósent. Félag smábátaeigenda á Reykjanesi skorar á þingmenn Suðurkjördæmis að beita sér af alefli fyrir því að tonnunum 200 verði aftur bætt við veiðiheimildir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Hér fyrir neðan má lesa bréfið í heild:

Strandveiðar hafa nú verið stundaðar frá árinu 2009. Komin er góð reynsla á veiðarnar og hafa þær fest sig í sessi. Fjölmargir hafa haslað sér völl á strandveiðum og treyst á að rekstrarumhverfi sem þær hafa boðið upp á versni ekki.

Þá hafa vinnsluaðilar getað reitt sig á að fá ferskan fisk frá bátunum yfir sumartímann þegar fjölmargar útgerðir taka sér frí frá veiðum. Þannig hefur þeim tekist að afgreiða til sinna viðskiptavina á tíma sem annars væri þeim erfiður.

Nokkrum dögum áður en strandveiðar hófust í vor ákvað sjávarútvegsráðherra að grípa inn í mótað fyrirkomulag veiðanna. Með reglugerð er hann gaf út var kveðið á um að aflaviðmiðun á okkar svæði –D (frá Djúpavogshreppi að Arnarstapa) - yrði skert um 200 tonn, úr 1.500 tonnum í 1.300 tonn eða um 13,3%. Ákvörðun ráðherra kom eins og þruma úr heiðskíru lofti þar sem gert var ráð fyrir aukningu. Lækkun viðmiðunarafla dreifðist á alla mánuðina sem hér segir:

Ákvörðun ráðherra var harðlega mótmælt af Landssambandi smábátaeigenda og svæðisfélögum LS um land allt. Afleiðingar hennar hafa nú komið í ljós þar sem veiðidögum á okkar svæði hefur fækkað umtalsvert eða um þriðjung. Í maí og júní í fyrra nægðu heimildir til að róa alla daga sem í boði voru alls 31, en vegna niðurskurðar heimilda í ár voru dagarnir aðeins 21 þar af aðeins 9 dagar í júní. Að óbreyttu stefnir í að veiðidagar í júlí verði aðeins fjórir og í ágúst verði dagarnir þrír. Dæmið gæti því litið svona út:

Sjávarútvegsráðherra skýrði ákvörðun sína að undanfarin ár hefðu veiðar gengið illa á svæðinu og því hefði hann ákveðið að færa veiðiheimildir af svæðinu yfir á önnur svæði þannig að nýting heimilda yrði betri. Nú hefur hins vegar komið í ljós að forsendur sem ráðherra gaf sér hafa ekki staðist. Á svæðinu fjölgaði bátum og fiskgengd jókst til muna sem skýrir hluta til fækkun daga.

Hér með skorar Reykjanes, félag smábátaeigenda á Reykjanesi á alþingismenn kjördæmisins að beita sér af alefli fyrir því að sjávarútvegsráðherra bæti nú þegar 200 tonnum við veiðiheimildir á svæði D. Full ástæða er til þess þar sem forsendur sem ráðherra gaf sér þegar hann ákvað að skerða heimildir á svæðinu hafa ekki gengið eftir.

Reykjanes leggur áherslu á að mál þetta þolir enga bið, staða strandveiða og sá uppgangur sem þeim hafa fylgt á svæðinu er í hættu.

Að lokum skal bent á að hér er verið að biðja um aukningu veiðiheimilda um 200 tonn sem er innan við eitt prómill af heildarafla í þorski. Aflaheimildir sem mundu dreifast á 125 smábátaútgerðir á svæðinu.